Stór blakhelgi í KA-Heimilinu framundan

Blak

Það er risahelgi framundan í KA-Heimilinu þegar karla- og kvennalið KA taka tvívegis á móti HK í úrslitaeinvígunum um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin okkar eru bæði Deildar- og Bikarmeistarar og stefna svo sannarlega á að tryggja þriðja og stærsta titilinn.

Föstudagur kl. 20:00 KA - HK Leikur 2 hjá körlunum
Laugardagur kl. 14:00 KA - HK Leikur 2 hjá konunum
Laugardagur kl. 16:00 KA - HK Leikur 3 hjá körlunum
Sunnudagur kl. 14:00 KA - HK Leikur 3 hjá konunum

Kvennalið KA er 1-0 yfir og getur með tveimur sigrum um helgina tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið í sögu KA en fyrir tímabilið hafði KA einu sinni orðið Deildarmeistari í blaki kvenna, tímabilið er því nú þegar orðið sögulegt en stelpurnar ætla sér þrennuna.

Strákarnir eru hinsvegar 0-1 undir í sínu einvígi eftir að hafa ekki náð að sýna sinn besta leik í fyrsta leiknum. Strákarnir eru staðráðnir í að snúa stöðunni við um helgina og í kjölfarið tryggja þrennuna annað árið í röð!

Kæru KA-menn, nú þurfum við á ykkur að halda í stúkunni og styðja okkar lið, hlökkum til að sjá ykkur og áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is