Flýtilyklar
Oscar og Zdravko fengu gull á RIG
Þeir Oscar Fernández Celis og Zdravko Kamenov leikmenn KA í blaki gerðu sér lítið fyrir og unnu gullverðlaun í strandblaksmótinu Kóngur Vallarins á Reykjavík International Games eða RIG.
Þetta er í annað sinn sem strandblak er hluti af þessum alþjóðlegu leikum en um er að ræða hraðmót með útsláttafyrirkomulagi þar sem fimm lið hefja leikinn og eftir hverjar 15 mínútur dettur eitt lið úr leik. Loka hrinan er svo með þremur liðum sem keppast um titilinn. Boltinn er nánast allan tímann í leik og því mikið fjör á staðnum.
Við óskum þeim Oscari og Zdravko innilega til hamingju með gullverðlaunin en deginum áður léku þeir báðir lykilhlutverk í mögnuðum 2-3 endurkomusigri KA liðsins á Aftureldingu í toppbaráttu úrvalsdeildar karla í blaki og því ansi mögnuð uppskera hjá þeim félögum fyrir sunnan um helgina.