Flýtilyklar
Myndband frá bikarsigri KA í blaki karla
KA varð Bikarmeistari í blaki karla um helgina er liðið vann 3-0 sigur á Álftanesi í úrslitaleik Kjörísbikarsins. Þetta var níundi Bikartitill KA í karlaflokki og annað árið í röð sem liðið hampar titlinum. Hér má sjá samantekt frá úrslitaleiknum og viljum við óska öllum sem að liðinu koma til hamingju með þennan frábæra árangur.
Leikurinn var í beinni útsendingu á RÚV og klippti Ágúst Stefánsson saman myndbandið úr útsendingu RÚV.
Bikarmeistarar KA í blaki karla 2019:
Alexander Arnar Þórisson, Arnar Már Sigurðsson, Benedikt Rúnar Valtýsson, Birkir Freyr Elvarsson, Björn Heiðar Björnsson, Filip Pawel Szewczyk, Ingvar Guðbergsson, Mason Casner, Miguel Mateo Castrillo, Sigþór Helgason, Stefano Nassini Hidalgo, Vigfús Jónbergsson og Þorvaldur Marteinn Jónsson.
Þá bendum við á að úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn er að hefjast um helgina og er um að gera að fylgjast vel með KA miðlunum næstu daga til að sjá hver andstæðingur KA verður um helgina og þá hvenær leikið verður í KA-Heimilinu.