Mateo og Oscar taka við U17 landsliðunum

Blak
Mateo og Oscar taka við U17 landsliðunum
Oscar og Mateo með fulltrúum KA í U17 hópunum

Miguel Mateo Castrillo og Oscar Fernandez Celis hafa tekið við þjálfun hjá U17 ára landsliðum Íslands í blaki. Mateo þjálfar stúlknalandsliðið en Mateo er einnig spilandi þjálfari karlaliðs KA og svo þjálfari kvennaliðs KA og hefur heldur betur sannað sig sem einn besti blakþjálfari landsins.

Oscar sér svo um strákana en Oscar er auk þess að vera leikmaður karlaliðs KA starfsmaður blakdeildar þar sem hann þjálfar yngriflokka félagsins og stýrir uppbyggingu innra starfs deildarinnar.

Þetta er enn ein viðurkenningin á okkar frábæra starfi í blakdeild KA og erum við afar stolt af þeim Mateo og Oscari. Þá á KA alls átta fulltrúa í U17 ára landsliðunum en þetta eru þau Bergsteinn Orri Jónsson, Jón Einar Ólason, Kristófer Magnússon, Stefán Máni Hákonarson, Auður Pétursdóttir, Lilja Kristín Ágústsdóttir, Lilja Rut Kristjánsdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir.

Fyrsta æfingahelgi landsliðanna undir stjórn þeirra Mateo og Oscars var um síðustu helgi og koma hóparnir aftur saman um næstu helgi, 23.-25. september, hér á Akureyri en framundan eru NEVZA evrópukeppnir hjá liðunum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is