Flýtilyklar
KA á 5 fulltrúa í æfingahópum A-landsliðanna
Næstum því tvö ár eru liðin frá því að A-landslið karla og kvenna í blaki spiluðu leiki en sú bið er brátt á enda. Landsliðin taka þátt í Novotel Cup í Lúxemborg dagana 28.-30. desember næstkomandi og framundan er undirbúningur fyrir mótið.
Í dag voru valdir æfingahópar hjá báðum liðum og á KA alls fimm fulltrúa í hópunum. Borja Gonzalez Vicente er aðalþjálfari kvennaliðsins og með honum er Antonio Garcia De Alcara en þeir völdu þrjár úr liði KA sem er með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildarinnar en þetta eru þær Gígja Guðnadóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir.
Karlamegin voru þeir Alexander Arnar Þórisson og Birkir Freyr Elvarsson valdir en Burkhard Disch er aðalþjálfari karlalandsliðsins og með honum eru þeir Michel Beautier og Tamas Kaposi. Karlarnir munu æfa dagana 20.-23. desember en kvennalandsliðið dagana 17.-19. desember og verða hóparnir svo skornir niður í kjölfarið.
Óskum okkar glæsilegu fulltrúum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.