Helena og Ævarr blakfólk ársins 2019

Blak
Helena og Ævarr blakfólk ársins 2019
Glæsilegir fulltrúar KA (mynd: Blakfréttir.is)

Blaksamband Íslands útnefndi í dag blakfólk ársins 2019 og má með sanni segja að KA fólk hafi staðið uppúr að þessu sinni. Helena Kristín Gunnarsdóttir var valin blakkona ársins en hún hefur farið fyrir KA liðinu sem er handhafi allra titlanna í blaki kvenna hér á landi.

Þá var Ævarr Freyr Birgisson valinn blakmaður ársins en hann er uppalinn hjá KA en leikur í dag með Marienlyst í Danmörku. Á síðasta tímabili fékk lið Marienlyst silfurverðlaun í deildinni, komst í undanúrslit bikarkeppninnar og náði í brons í úrslitakeppninni. Á yfirstandandi tímabili er liðið í 4. sæti deildarinnar og er komið í 8-liða úrslit bikarkeppninnar.

Við óskum þeim báðum hjartanlega til hamingju með þessa glæsilegu viðurkenningu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is