Flýtilyklar
Engir áhorfendur á leik KA og Álftanes
KA leikur sinn fyrsta leik á nýju ári í úrvalsdeild kvenna í blaki í kvöld er liðið tekur á móti Álftanes klukkan 20:15. KA er í harðri baráttu um Deildarmeistaratitilinn og alveg ljóst að stelpurnar eru staðráðnar í að sækja þrjú mikilvæg stig í leik kvöldsins.
KA liðið hefur spilað virkilega vel það sem af er vetri og hefur unnið átta af níu leikjum til þessa og er jafnt Aftureldingu á toppi deildarinnar. Lið Álftanes er hinsvegar í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og má því reikna með krefjandi leik í kvöld.
Athugið að vegna núverandi Covid reglna eru engir áhorfendur leyfðir í KA-Heimilinu að þessu sinni en leikurinn verður í beinni útsendingu á KA-TV og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála, áfram KA!