Hans Rúnar Norđurlandameistari í júdó 30 ára og eldri

Júdó
Hans Rúnar Norđurlandameistari í júdó 30 ára og eldri
Hans Rúnar tekur viđ verđlaunum
Norðurlandamótið í júdó fer nú fram í Reykjavik.  Í dag var keppt í flokkum fullorðinna og 30 ára og eldri.  Hans Rúnar Snorrason gerði sér lítið fyrir og sigraði glæsilega í -73kg flokki karla eldri en 30 ára.  Hans sigraði norðmann í úrslitaglímunni með mjög sannfærandi hætti.
Vilhelm Þorri Vilhelmsson keppti einnig í flokki karla eldri en 30 ára.  Hann keppti í -90kg og gerði mjög vel með því að vinna til bronsverðlauna eftir að hafa verið í hörkubaráttu um silfrið.

Í flokki fullorðinna unnu KA-menn til þriggja verðlauna.  Arnar Már Viðarsson gerði afar vel í +100kg en þar vann hann til silfurverðlauna sem er hans langbesti árangur hingað til á móti.
Ingþór Örn Valdimarsson vann til bronsverðlauna í -100kg en hann tapaði mjög naumlega í undanúrslitum og var grátlega nærri því að komast í gullbaráttu.
Eyjólfur Guðjónsson vann svo til bronsverðlauna í -66kg eftir hörkubaráttu.

A morgun fer fram keppni í yngri en 20 ára og þar eigum við KA menn 7 keppendur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is