Flýtilyklar
25.09.2023
Daði Jónsson snýr aftur heim!
Handknattleiksliði KA barst í dag gríðarlega góður liðsstyrkur þegar Daði Jónsson sneri aftur heim. Daði sem verður 26 ára síðar á árinu er uppalinn hjá okkur í KA og brennur svo sannarlega fyrir félagið. Hann hefur verið leiðandi í baráttunni bæði innan sem utan vallar
Lesa meira
21.09.2023
Mátunardagur hjá Macron og handboltanum
Í dag, fimmtudag milli 15:30 og 16:30 og á morgun, föstudag milli 16:00 og 17:00 verður hægt að koma og máta peysur sem munu fylgja æfingagjöldunum hjá handboltanum í KA og KA/Þór í vetur.
Mátunin fer fram í fundarsalnum í KA-heimilinu á auglýstum tímum og munu foreldrar þurfa sjálfir að fylla út í skjal hvaða stærð barnið þeirra tekur. Afhending er síðan um 4 vikum eftir að KA sendir frá sér pöntun.
Lesa meira
13.09.2023
Fyrsti heimaleikur er á morgun | Halldór þjálfari: Nota leikmenn úr eigin starfi og gefa uppöldum leikmönnum tækifæri
KA tekur á móti Fram í fyrsta heimaleik drengjanna í Olís-deild karla þennan veturinn. Leikurinn hefst kl. 19:30 annaðkvöld (fimmtudag) og verður væntanlega hart barist.
Af því tilefni fékk KA.is Halldór Stefán þjálfara liðsins til að svara nokkrum spurningum
Lesa meira
12.09.2023
2 dagar í fyrsta heimaleik | Skarpi svarar hraðaspurningum
Það eru tveir dagar í það að KA taki á móti Fram í Olísdeild karla í handbolta í KA-heimilinu. Síðast þegar þessi lið mættust síðasta vor var fullt hús af fólki og stemmingin sturluð þó að Fram hafi farið með bæði stigin með sér suður.
Það er um að gera endurtaka leikinn varðandi stemminguna - en helst ekki stigin. Leikurinn er á fimmtudaginn kl. 19:30 og verða hammarar á grillunum og stuð fram eftir kvöldi.
Í tilefni að það séu bara 2 dagar í leik fékk KA.is Skarphéðinn Ívar Einarsson til að svara nokkrum hraðaspurningum.
Lesa meira
09.09.2023
Handboltaveislan hefst í dag | Kristín Aðalheiður: Mjög spennt fyrir þessu tímabili
KA/Þór tekur á móti ÍBV í dag kl. 13:00 í KA-heimilinu! Olísdeildin að fara í gang og mikil spenna í loftinu. Fyrirliði KA/Þór, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir, svaraði nokkrum spurningum fyrir KA.is um komandi tímabil
Lesa meira
08.09.2023
Handboltatímabilið hefst á morgun | KA/Þór mætir ÍBV og Arna Valgerður ætlar að ná því besta útúr leikmönnum
Handboltatímabilið hjá stelpunum í KA/Þór hefst á morgun þegar þær taka á móti ÍBV í KA-heimilinu. Arna Valgerður Erlingsdóttir stýrir liðinu í fyrsta sinn sem aðalþjálfari og er hún spennt fyrir komandi tímabili. Hún svaraði nokkrum spurningum fyrir KA.is að því tilefni
Lesa meira
07.09.2023
Rakel Sara snýr aftur í KA/Þór!
Rakel Sara Elvarsdóttir er snúin aftur heim í KA/Þór og tekur því slaginn með liðinu í vetur. Þetta eru stórkostlegar fréttir en Rakel er einn besti hægri hornamaður landsins og klárt að endurkoma hennar mun styrkja lið okkar gríðarlega fyrir átök vetrarins
Lesa meira
06.09.2023
Handboltaleikjaskólinn hefst á sunnudaginn
Hinn sívinsæli handboltaleikjaskóli hefst á sunnudaginn í Naustaskóla fyrir krakka á leikskólaaldri. Sjá nánar með því að smella á fréttina
Lesa meira
06.09.2023
Ársmiðasalan er hafin í Stubb!
Handboltaveturinn hefst með látum á laugardaginn þegar KA og KA/Þór hefja leik í Olísdeildunum. Strákarnir sækja Selfyssinga heim en stelpurnar okkar eiga heimaleik á móti ÍBV. Sérstakt kynningarkvöld verður í KA-Heimilinu kl. 20:00 í kvöld og hvetjum við alla sem geta til að mæta
Lesa meira
06.09.2023
3 dagar í fyrsta leik | Patrekur Stefánsson: Samheldni og leikgleði mun koma okkur langt í vetur
Það eru aðeins þrír dagar í að KA hefji leik í Olís-deild karla. KA leikur gegn Selfossi, á Selfossi á laugardaginn kemur. Það er mikil tilhlökkun fyrir komandi vetri hjá karlaliðinu okkar og af því tilefni fékk heimasíðan Patrek Stefánsson til að svara nokkrum spurningum
Lesa meira