Bikarinn: Handboltinn fékk Aftureldingu, blakið BFH

Handbolti | Blak
Bikarinn: Handboltinn fékk Aftureldingu, blakið BFH
Bikarveisla framundan!

Dregið var í bikarkeppnum karla og kvenna í handbolta og blaki í dag en í handboltanum var karlalið KA í pottinum er dregið var í 8-liða úrslit Powerade bikarsins og í blakinu voru karla- og kvennalið KA í pottinum auk KA Splæsis er dregið var í 16-liða úrslit Kjörísbikarsins.

Í handboltanum fékk KA heimaleik gegn Aftureldingu en áætlað er að leikurinn fari fram í KA-Heimilinu 17. eða 18. desember. Sigurliðið fer áfram í úrslitahelgi Poweradebikarsins og því ansi mikið undir þegar liðin mætast í þessum síðasta leik fyrir jólafrí.

Í blakinu fékk karlalið KA útileik gegn BFH auk þess sem lið KA Splæsis sem leikur í 3. deild fékk heimaleik gegn Aftureldingu. Kvennalið KA situr hjá og er því komið sjálfkrafa áfram í 8-liða úrslit Kjörísbikarsins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is