Alex í 10 sæti á HM í kraftlyftingum

Lyftingar
Alex í 10 sæti á HM í kraftlyftingum
Alex á mótinu í gær

Alex Cambray Orrason, kraftlyftingamaður úr KA, hefur lokið keppni á HM í kraftlyftingum með búnaði sem fram fór í Litháen. Okkar maður lyfti samanlagt 810kg og endaði Alex í 10. sæti í sínum flokki, sem er -93kg. 

 

HM í kraftlyftingum hjá Alex:

Hnébeygja: 325kg (Alex á best 347.5)
Réttstöđulyfta: 282,5kg (Alex á best 287.5kg)
Bekkpressa: 202,5kg (Alex á best 212.5kg)

Samanlagt: 810kg.

 

Alex lenti í kröppum dans við tímann í fyrstu tilraun sinni í hnébeygju og fékk ekki merki frá dómara um að hefja lyftu fyrr en á síðustu sekúndu. Þessi tímapressa kom honum þó ekki úr jafnvægi og kláraði hann lyftuna sem var dæmd gild. Dýptin í annarri og þriðju lyftu hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum dómaranna þannig að hann sat uppi með opnunarþyngdina 325 kg sem er nokkuð frá hans besta árangri.

 

Í réttstöðulyftu gerði hann svo atlögu að eigin Íslandsmeti, sem er eins og áður sagði 287,5kg, og var hársbreidd frá því klára lyftuna. Verkefni sem verður örugglega afgreitt á næsta móti.

 

Flott frammistaða hjá okkar manni sem undirbýr sig nú fyrir Íslandsmeistaramôt í mars og evrópumeistaramót í maí 2024.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is