Flýtilyklar
KA áfram í bikarnum eftir sigur á Haukum
KA liðið hóf þátttöku sína í Mjólkurbikarnum í dag þegar liðið sótti Hauka heim á Ásvöllum í Hafnarfirði, í hríðarhraglanda.
Haukar 1 - 2 KA
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('21)
1-1 Daði Snær Ingason ('72)
1-2 Guðmann Þórisson ('81)
KA var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fékk fjölmargar hornspyrnur, mark Elfars Árna kom einmitt upp úr einni slíkri þegar Elfar Árni skallaði hornspyrnu Hallgríms í netið.
Haukar komu sterkir til leiks í seinni hálfleik og virtust stjórna leiknum. Jöfnunarmarkið lá í loftinu og kom eftir að hörkuskot Daða Snæs sem náði frákasti eftir fína markvörslu Cristian Martínez.
KA liðið kom sterkt til baka og líkt og átti nokkrar álitlegar sóknir, sigurmarkið kom, líkt og það fyrra eftir hornspyrnu. Elfar Árni átti skalla sem var varinn en boltinn féll fyrir Guðmann Þórisson sem kom honum í netið.
KA er því komið áfram í 16 liða úrslit Mjólkurbikarsins en næsti leikur liðsins er útileikur í Pepsi deildinni en þeir mæta Fylki á sunnudaginn. Sá leikur verður í Egilshöllinni.