Flýtilyklar
Eitt stig í Vesturbænum
KR 0 – 0 KA
Lið KA:
Rajko, Hrannar Björn, Vedran, Callum, Darko, Aleksandar, Archange, Hallgrímur Mar, Ásgeir, Emil og Elfar Árni.
Bekkur:
Aron Dagur, Ólafur Aron, Guðmann, Almarr, Steinþór Freyr, Davíð Rúnar og Bjarki Þór.
Skiptingar:
Darko út – Guðmann inn (’62)
Archange út - Almarr inn ('76)
Ásgeir út - Steinþór Freyr inn ('86)
Leikurinn í dag hófst rólega og voru bæði lið heldur varkár í fyrri hálfleik. Heimamenn í KR voru þó meira með boltann en KA liðið var þétt aftur og gaf fá færi á sér.
Hættulegasta færi fyrri hálfleiksins var okkar KA manna þegar Hallgrímur átti frábæra sendingu inn í teiginn á Ásgeir sem kom sér í ákjósanlega stöðu en skot hans var ekki nægilega gott og fór langt framhjá. Markalaust í hálfleik í vægast sagt bragðdaufum fyrri hálfleik.
Seinni hálfleikurinn hófst á sömu nótum og sá fyrri. Heimamenn í KR voru meira með boltann en sköpuðu sé fá færi.
Á 65. mínútu gerði Rajko mjög vel að verja aukaspyrnu Tobias Thomsen sem var á góðum stað rétt fyrir utan teig. Rajko varði spyrnuna meistaralega í horn. Síðustu tuttugu mínútur leiksins sóttu heimamenn í KR í sig veðrið og hertu tökin sóknarlega og jókst pressan að marki KA mikið.
Það var mikil harka í leiknum og fóru mörg gul spjöld á loft hjá Pétri Guðmundssyni dómara leiksins. Á fjórðu mínútu uppbótartímans gerðist umdeilt atvik en þá skoraði Tobias Thomsen fyrir KR-inga og fögnuðu þeir innilega en eftir töluverðan tíma ákvað aðstoðardómari númer eitt að dæma rangstöðu og mat hann það sem svo að Garðar Jóhannsson framherji KR hefði verið fyrir innan og haft áhrif á sýn Rajko á skotið og því haft áhrif á leikinn.
Eftir þetta fjaraði leikurinn út og niðurstaðan markalaust jafntefli í afar bragðdaufum leik. En KA liðið varðist hins vegar afar vel í dag og var varnarleikur liðsins mjög góður. Mikið var um gul spjöld í dag sem fyrr segir og er ljóst að tveir leikmenn KA eru á leið í leikbann í næsta leik vegna gulra spjalda en það eru þeir Archange (4 gul) og Aleksandar (6 gul).
Nivea KA-maður leiksins: Callum Williams (var mjög öflugur í vörninni í dag. Fyrst í miðverðinum með Vedran og svo í vinstri bakverðinum síðustu 30 mínútur leiksins. Tapaði varla skallaeinvígi né návígi.)
Næsti leikur KA er sunnudaginn 24. september og er það jafnframt síðasti heimaleikur sumarsins. Þá fáum við Grindavík í heimsókn. Hefst sá leikur kl. 14.00 og hvetjum við alla KA menn til að styðja við bakið á liðinu í þeim leik. Áfram KA!