Valþór Ingi Karlsson er íþróttamaður KA árið 2016

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Blak | Tennis og badminton
Valþór Ingi Karlsson er íþróttamaður KA árið 2016
Mynd: Þórir Tryggva

Í tilefni af 89 ára afmælisdegi KA var gríðarlega fjölmennt í KA-heimilinu. Undir lok hátíðardagskrárinnar var kjöri íþróttamanns KA lýst. Valþór Ingi Karlsson, tilnefndur af blakdeild, var hlutskarpastur og er því íþróttamaður KA fyrir árið 2016.

Valþór Ingi Karlsson er fæddur 21. maí 1997.  Hann hefur æft blak hjá KA frá 6 ára aldri og á bæði Íslands- og Bikarmeistaratitla með yngri flokkum félagsins. 

Valþór Ingi tók fyrst þátt í leik með meistaraflokki þegar hann var 13 ára en hefur verið einn af lykilmönnum þess liðs undanfarin ár.  Hann er fjölhæfur leikmaður með mikinn leikskilning og mikla vinnusemi á vellinum.  Valþór Ingi varð bikarmeistari með liðinu s.l. vor og í 2. sæti Íslandsmótsins eftir harða baráttu í úrslitakeppninni.  Þá var hann valinn í úrvalslið Mizunodeildarinnar s.l. vor sem besti frelsingi Íslandsmótsins. 

Valþór Ingi hefur lengi spilað með unglingalandsliðnum í blaki og lauk þeim ferli nú í haust er hann fór með U-19 ára landsliðinu til Englands á NEVZA mót.  Í sumar spilaði hann sína fyrstu A-landsleiki þegar liðið tók þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins. Einnig fór hann með A-landsliðshópnum sem tók þátt í Novotel cup í Luxemborg um áramótin.  Þrjú önnur verkefni liggja fyrir hjá A-landsliðinu næsta vor, það er því að miklu að stefna. 

Valþór Ingi hefur sýnt að hann hefur til að bera þann metnað, sem þarf til að ná árangri í íþróttinni og er ástundun hans til fyrirmyndar í alla staði.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is