Frábćr sigur í fyrri leiknum í Austurríki!

Handbolti

KA sótti Austurríska liđiđ HC Fivers heim í fyrri leik liđanna í EHF European Cup í dag og eftir ćsispennandi leik gerđu strákarnir sér lítiđ fyrir og knúđu fram dísćtan 29-30 sigur og leiđa ţví einvígiđ međ einu marki fyrir síđari leikinn sem er á morgun klukkan 16:15 ađ íslenskum tíma.

Báđir leikirnir fara fram ytra en leikur morgundagsins er skráđur sem heimaleikur KA. Leikmenn Fivers byrjuđu leikinn betur og voru međ frumkvćđiđ framan af. Ţeir náđu mest fimm marka forskoti í stöđunni 13-8 í fyrri hálfleik en strákarnir okkar fundu taktinn betur og betur er leiđ á og voru hálfleikstölur 15-12 Fivers ívil.

Strákunum gekk vel ađ keyra á Austurríska liđiđ og tókst loks ađ jafna metin í 19-19 og í kjölfariđ forystunni í 19-20 eftir tíu mínútur í síđari hálfleik. Svakaleg spenna var í húsinu og var jafnt á nánast öllum tölum nćstu mínúturnar. Er um tíu mínútur lifđu leiks leiddu Fivers 24-23 en frábćr kafli KA liđsins breytti stöđunni í 25-27 og létu strákarnir ţá forystu ekki af hendi.

Á lokamínútunni komst KA í 28-30 en heimamenn löguđu stöđuna međ lokamarkinu og lokatölur ţví 29-30 eftir hörkuleik. Ţađ er ţví ljóst ađ ţetta einvígi er stál í stál og heldur betur galopiđ eftir fyrri leikinn.

Einar Rafn Eiđsson var markahćstur í liđi KA međ 9 mörk en nćstur kom Dagur Gautason međ 8 mörk. Gauti Gunnarsson gerđi 5, Allan Norđberg 4, Einar Birgir Stefánsson 2 og ţeir Arnór Ísak Haddsson og Dagur Árni Heimisson sitt markiđ hvor.

Í markinu varđi Bruno Bernat 8 skot en hann kom inn af gríđarlegum krafti og var međ um 62% markvörslu á lokakaflanum góđa. Ţá varđi Nicholas Satchwell 6 skot fyrri part leiks.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is