Arnór og Halli í U20 og Hildur í U18

Handbolti

KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U20 ára landsliðs Íslands í handbolta sem undirbýr sig fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í júlí í Portúgal en þetta eru þeir Arnór Ísak Haddsson og Haraldur Bolli Heimisson. Strákarnir koma saman til æfinga dagana 12.-14. apríl næstkomandi en liðinu stýra þeir Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson.

Þá á KA/Þór einn fulltrúa í æfingahóp U18 ára landsliðsins en það er hún Hildur Lilja Jónsdóttir. Rétt eins og strákarnir í U20 æfa stelpurnar dagana 12.-14. apríl en liðinu stýra þeir Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson.

Við óskum okkar flottu fulltrúum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum. Öll hafa þau unnið sér inn flott hlutverk í meistaraflokksliðum okkar og ljóst að framtíðin er björt hjá þeim í boltanum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is