23 fulltrúar KA og KA/Þórs í unglingalandsliðunum

Handbolti
23 fulltrúar KA og KA/Þórs í unglingalandsliðunum
Hilmar, Bruno og Gauti eru í U21 hópnum

Þeir Bruno Bernat, Gauti Gunnarsson og Hilmar Bjarki Gíslason eru allir í U21 árs landsliði karla í handbolta sem kemur saman til æfinga dagana 2.-6. janúar næstkomandi. En þeir Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson stýra liðinu.

Strákarnir hafa allir verið í lykilhlutverki í meistaraflokksliði KA í vetur og fá þeir Bruno og Hilmar Bjarki nú frábært tækifæri en Gauti hefur verið fastamaður í hópnum og fór meðal annars á EM með liðinu í sumar.

Skarphéðinn Ívar Einarsson var á dögunum valinn í lokahóp U19 ára landsliðsins sem keppir á Sparkassen Cup í Þýskalandi milli jóla og nýárs. Nánar um það hér.

Þá komu U15 til U19 ára landsliðin saman til æfinga um síðustu helgi og áttum við í KA og KA/Þór alls 19 fulltrúa í þeim hópum.

Aron Daði Stefánsson, Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bragi Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson og Óskar Þórarinsson æfðu með U17 ára landsliði karla en þjálfarar liðsins eru þeir Heimir Örn Árnason og Stefán Árnason.

Leó Friðriksson, Úlfar Örn Guðbjargarson og Þórir Hrafn Ellertsson eru í æfingahóp U16 ára landsliðsins sem æfir dagana 16.-18. desember næstkomandi en Haraldur Þorvarðarson og Ásbjörn Friðriksson stýra liðinu.

Hildur Lilja Jónsdóttir og Telma Ósk Þórhallsdóttir æfðu með U19 ára landsliði kvenna en Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson stýra liðinu.

Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, Kristín Birta Líndal Gunnarsdóttir, Lydía Gunnþórsdóttir og Sif Hallgrímsdóttir æfðu með U17 ára landsliði kvenna en þau Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson stýra liðinu.

Arna Dögg Kristinsdóttir, Júlía Sól Arnórsdóttir og Kristín Andrea Hinriksdóttir æfðu með U16 ára landsliði kvenna en Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsula Guðmundsdóttir stýra liðinu.

Bríet Hinriksdóttir æfði með U15 ára landsliði kvenna en Díana Guðjónsdóttir og Jón Brynjar Björnsson stýra liðinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is