Þorvaldur Daði framlengir út 2025

Þorvaldur Daði Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Þetta eru frábærar fréttir enda Þorvaldur öflugur og spennandi leikmaður sem kemur úr yngriflokkastarfi KA
Lesa meira

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA

Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn í KA-Heimilinu miðvikudaginn 22. febrúar klukkan 18:00
Lesa meira

KA - Fylkir kl. 13:30 á KA-TV

ATHUGIÐ BREYTINGU Á LEIKTÍMA! LEIKURINN ER NÚ SETTUR Á KL. 13:30
Lesa meira

Kristoffer og Ingimar til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur þegar þeir Kristoffer Forgaard Paulsen og Ingimar Torbjörnsson Stöle gengu í raðir félagsins. Báðir koma þeir frá norska liðinu Viking Stavanger en Ingimar skrifaði undir þriggja ára samning við KA en Kristoffer kemur á láni
Lesa meira

Kári Gauta framlengir út 2025

Kári Gautason skrifaði undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA í dag og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2025. Kári sem er uppalinn hjá KA er afar spennandi leikmaður en þrátt fyrir að vera einungis 19 ára gamall hefur hann nú þegar leikið þrjá leiki í efstudeild og bikar fyrir meistaraflokk KA
Lesa meira

Steinþór Freyr framlengir út 2023

Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið
Lesa meira

Pætur Petersen til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Pætur Petersen en hann er 24 ára gamall landsliðsmaður Færeyja. Pætur gengur til liðs við KA frá færeyska liðinu HB í Þórshöfn og er samningurinn til þriggja ára
Lesa meira

Nökkvi er íþróttakarl Akureyrar 2022!

Nökkvi Þeyr Þórisson var í kvöld kjörinn íþróttakarl Akureyrar fyrir árið 2022 og er þetta annað árið í röð sem að íþróttakarl ársins kemur úr röðum knattspyrnudeildar KA en Brynjar Ingi Bjarnason varð efstur í kjörinu fyrir árið 2021
Lesa meira

Íþróttafólk Akureyrar valið í dag

Kjör íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2022 fer fram í Hofi í dag klukkan 17:30 en húsið opnar klukkan 17:00 og er athöfnin opin öllum sem áhuga hafa. ÍBA stendur fyrir kjörinu og eigum við í KA fjölmarga tilnefnda í ár
Lesa meira

KA vann 4-0, fyrsti leikur Jóhanns Mikaels

KA vann þriðja stórsigur sinn í Kjarnafæðismótinu um helgina er strákarnir sóttu Völsung heim. Staðan var að vísu markalaus í hálfleik en fjögur mörk í þeim síðari tryggðu sannfærandi 0-4 sigur KA liðsins sem er því með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína í mótinu
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is