2 dagar í fyrsta leik | Hvað segja sérfræðingarnir um KA?

Fótbolti

Nú eru aðeins 2 dagar í að KA hefji leik í Bestu deild karla ! Fyrsti leikur KA er á heimavelli gegn KR þann 10. apríl næstkomandi.

Hér á heimasíðu KA ætlum við að hafa niðurtalningu með allskonar skemmtiefni þangað til að fyrsti leikur hefst. Við ætlum að rifja upp gamalt efni, ásamt því að kynnast liðinu okkar fyrir komandi sumar og rýna í hvað sérfræðingarnir hafa að segja um KA!

KA er spáð á öllum miðlum sama sætinu: 4. sæti. Fótbolti.net, fyrirliðar og forráðamenn og Vísir, ásamt MBL spá KA öll 4. sætinu í deildinni. Það væri þá tveimur sætum neðar enn í fyrra. KA hefur, eins og áður hefur komið fram á KA.is misst nokkra leikmenn og fengið aðra í staðinn, sem og nýr þjálfari er við stjórnvölin eftir að Arnar Grétarsson lét af störfum í byrjun september í fyrra.

Við skulum grípa inní nokkrar umfjallanir um KA liðið:

Fótbolti.net segir um KA-liðið: KA kom mikið á óvart í fyrra með því að enda í öðru sæti deildarinnar. Fyrir mót voru margir að spá liðinu í neðri helming deildarinnar en KA-liðið lék mjög vel undir stjórn Arnars Grétarssonar, og svo undir stjórn Hallgríms Jónassonar undir lok tímabils. Nökkvi Þeyr Þórisson blómstraði algjörlega og fór svo út í atvinnumennsku. Aðrir leikmenn þurfa að stíga upp, en liðið hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu og komst í úrslitaleik Lengjubikarsins.

Vísir.is hefur þetta að segja um KA: 

Íþróttadeild spáir KA 4. sæti Bestu deildarinnar í sumar og Akureyringar endi tveimur sætum neðar en á síðasta tímabili.

KA átti frábært tímabil í fyrra. Með Nökkva Þey Þórisson í broddi fylkingar spiluðu KA-menn góðan og árangursríkan fótbolta sem skilaði þeim 2. sæti. Það er næstbesti árangur í sögu KA og vegna hans spilar liðið í Evrópukeppni í sumar, í fyrsta sinn í tuttugu ár.

Arnar Grétarsson hætti hjá KA áður en síðasta tímabili lauk og Hallgrímur Jónasson, sem hafði verið aðstoðarþjálfari, tók við. Það þurfti ekki að koma neinum á óvart enda Hallgrímur í miklum metum fyrir norðan.

MBL.is sagði þetta um KA: 

Ak­ur­eyr­ing­um er spáð 4. sæt­inu í spá íþrótta­deild­ar Árvak­urs en liðið hafnaði í 2. sæti deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð.

„Það er gott fyr­ir deild­ina að lið á Ak­ur­eyri sé þetta sterkt og að það sé að blanda sér í bar­átt­una í efri hlut­an­um,“ sagði Kristján Jónsson hjá Mbl.is

Þá telur fótbolti.net þetta vera styrkleika KA-liðsins:

Styrkleikar: Varnarleikur hefur verið aðalsmerki KA síðustu ár og þó að Arnar Grétars sé farinn hef ég trú á að Hallgrímur, sem veit svo sannarlega hvernig á að spila vörn, muni ekki gefa eftir í þeim efnum. Stöðugleiki, það eru margir norðanmenn í liðinu í bland við nokkra sterka aðkomumenn sem hafa verið þarna lengi og upplifað margt saman.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun fótbolta.net

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis

Smelltu hér til að hlusta og skoða umfjöllun mbl.is


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is