Opinn fyrirlestur um næringu og árangur

Í dag klukkan 17:30 verður opinn fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri sem fjallar um næringu og árangur í íþróttum. Fyrirlesari er Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur en hann mun fara yfir hina ýmsu punkta eins og algengar mýtur, vökvaþörf, tímasetningar máltíða og fleira
Lesa meira

Gylfi og Berenika keppa í Finnlandi um helgina

Gylfi Edduson og Berenika Bernat taka þátt í Norðurlandamótinu í júdó sem haldið er í Rovaniemi í Finnlandi um helgina. Einnig munu fyrrum KA kempur þeir Breki Bernharðsson og Dofri Bragason taka þátt.
Lesa meira

KA leitar að fjármálastjóra

Knattspyrnufélag Akureyrar leitar nú að öflugum aðila í starf fjármálastjóra félagsins. Fjármálastjóri gegnir mikilvægu hlutverki í starfsemi félagsins og sýnir frumkvæði í verkefnum, bæði í innra og ytra umhverfi þess
Lesa meira

Vel heppnað kynningarkvöld Þórs/KA í gær

Þór/KA hélt kynningarkvöld í KA-Heimilinu í gær þar sem leikmenn og aðstandendur liðsins voru kynntir fyrir stuðningsmönnum. Þá skrifuðu Stefna, TM og Nettó undir nýja styrktarsamninga við liðið við mikið lófatak hjá þeim fjölmörgu er sóttu kvöldið
Lesa meira

Skráning í Íþrótta- og leikjaskóla KA

Skráning er hafin í íþrótta- og leikjaskóla KA á vefnum ka.felog.is
Lesa meira
Almennt - 18:00

Sigurhátíð blakliða KA í dag

Í dag ætlar KA að hylla blakliðin sín og bjóða til veislu í KA-heimilinu. Veislan hefst kl. 18:00 og eru allir hjartanlega velkomnir
Lesa meira

Stórafmæli í maí

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í maí innilega til hamingju.
Lesa meira

Stefán Haukur Jakobsson er fallinn frá

Genginn er góður KA félagi, Stefán Haukur Jakobsson, sem lést síðastliðinn laugardag, 27. apríl, 86 ára að aldri. Stefán Haukur, eða Haukur Dúdda eins og hann var jafnan kallaður, var knattspyrnumaður góður og lék knattspyrnu bæði með KA og ÍBA. Haukur studdi ávallt sitt félag og eftir að hann hætti sjálfur að leika með meistaraflokki var hann einkar duglegur að mæta á leiki bæði hjá meistarflokki karla og einnig hjá yngri flokkum. Haukur var af mikilli KA fjölskyldu kominn, mamma hans Matthildur Stefánsdóttir var heiðursfélagi KA og bræður hann Jakob, Gunnar og Jóhann (Donni) léku allir knattspyrnu með KA eins og Haukur. Knattspyrnufélag Akureyrar vottar aðstandendum Hauks sína innilegustu samúð.
Lesa meira

Aðalfundur KA fór fram í gær

Í gær, miðvikudag, fór fram aðalfundur KA. Ágætlega var mætt og var fundur settur 18:00
Lesa meira

KA og Akureyrarbær undirrita þjónustusamning

Í gær gerði Akureyrarbær þjónustusamninga við KA sem og önnur íþróttafélög í bænum. Þjónustusamningarnir eru nýir af nálinni en markmiðið með þeim er að stuðla að betra og faglegra starfi innan íþróttafélaganna svo öll börn og ungmenni eigi þess kost að iðka heilbrigt og metnaðarfullt íþrótta- og tómstundarstarf óháð efnahag fjölskyldu
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is