Mateo 2. í kjöri íþróttakarls Akureyrar

Almennt
Mateo 2. í kjöri íþróttakarls Akureyrar
Aldís og Viktor íþróttafólk Akureyrar 2020 (ÍBA)

Íþróttabandalag Akureyrar stóð í dag fyrir kjöri íþróttakarls og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2020. Tíu íþróttakarlar og tíu íþróttakonur komu til greina og fór á endanum svo að Miguel Mateo Castrillo varð annar hjá körlunum og Gígja Guðnadóttir í þriðja hjá konunum, bæði koma þau frá blakdeild KA.


Miguel Mateo Castrillo (mynd: Þórir Tryggvason)

Alls voru sex íþróttamenn úr röðum KA sem komu til greina í kvöld en ásamt Mateo var Brynjar Ingi Bjarnason knattspyrnumaður tilnefndur hjá körlunum. Hjá konunum voru tilnefndar auk Gígju þær Arna Sif Ásgrímsdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir úr knattspyrnuliði Þór/KA og Ásdís Guðmundsdóttir úr handknattleiksliði KA/Þórs.


Gígja Guðnadóttir (mynd: Þórir Tryggvason)

Listhlaupakonan Aldís Kara Bergsdóttir og kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson hlutu sæmdarheitin að þessu sinni en þau urðu einnig hlutskörpust á síðasta ári. Við óskum þeim innilega til hamingju með verðlaunin.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is