Ofurbikarinn um helgina - Ársmiðasalan hafin

Blak

Blaktímabilið hefst um helgina hér á Akureyri þegar Ofurbikarinn fer fram. Þar keppa fimm lið í karla- og kvennaflokki. Mótið hefst kl. 19:00 á föstudaginn en þá verður leikið í Naustaskóla og í Höllinni. Á laugardag og sunnudag er svo leikið í Höllinni og KA-Heimilinu.

Karlamegin leika KA, HK, Þróttur Nes, Afturelding og Fylkir en kvennamegin leika KA, Álftanes, Afturelding, HK og Þróttur Nes. Það er ljóst að spennandi mót er framundan og verður áhugavert að sjá standið á liðunum eftir hina löngu Covid pásu en baráttan í Mizunodeildunum hefst svo eftir um viku.

Þá bendum við á að ársmiðasalan í blakinu er hafin en ársmiðinn veitir aðgöngu á alla heimaleiki karla- og kvennaliðs KA í Mizunodeildunum í vetur og kostar einungis 8.500 krónur. Það er því eina vitið að verða sér útum miða og styðja vel við bakið á okkar frábæru og sigursælu liðum. Miðasalan er hafin hjá leikmönnum og stjórnarmönnum auk þess sem hægt er að verða sér útum miða í afgreiðslu KA-Heimilisins.

Athugið að ársmiðinn gildir einnig inn á alla leiki í Ofurbikarnum!

Föstudagur - Naustaskóli

19:00 Afturelding - Álftanes Kvenna
20:00 KA - Þróttur Nes Kvenna


Föstudagur - Íþróttahöllin

19:00 Þróttur Nes - KA Karla
20:00 HK - Fylkir Karla


Laugardagur - KA-Heimilið

10:00 HK - Álftanes Kvenna
10:00 KA - Afturelding Kvenna
12:00 HK - Þróttur Nes Kvenna
12:00 KA - Álftanes Kvenna
15:00 Afturelding - HK Kvenna
15:00 Álftanes - Þróttur Nes Kvenna
17:00 Afturelding - Þróttur Nes Kvenna
17:00 KA - HK Kvenna


Laugardagur - Íþróttahöllin

09:00 KA - Afturelding Karla
09:00 Þróttur Nes - HK Karla
11:00 KA - Fylkir Karla
11:00 Þróttur Nes - Afturelding Karla
14:00 HK - KA Karla
14:00 Afturelding - Fylkir Karla
16:00 Þróttur Nes - Fylkir Karla
16:00 Afturelding - HK Karla


Sunnudagur - KA-Heimilið

09:00 Bronsleikur Kvenna
09:00 Bronsleikur Karla
11:30 Úrslitaleikur Kvenna
14:00 Úrslitaleikur Karla


KA-TV mun sýna beint frá öllum leikjum á einum velli í KA-Heimilinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is