Hildur Lilja skrifar undir hjá KA/Þór

Handbolti

Hildur Lilja Jónsdóttir skrifaði í gær undir sinn fyrsta leikmannasamning hjá meistaraflokksliði KA/Þórs og er því orðin gjaldgeng með liðinu það sem eftir er leiktíðar. Hildur er gríðarlega efnileg en hún verður 16 ára á árinu og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

Í vetur hefur hún spilað stórt hlutverk í bæði 3. og 4. flokki KA/Þórs auk þess að vera orðin fastamaður í U16 ára landsliði Íslands. Það verður spennandi að sjá ef Hildur fær tækifæri hjá meistaraflokki á næstunni og óskum við henni til hamingju með samninginn.

KA/Þór hefur á undanförnum árum fengið fjölmargar öflugar stelpur uppúr yngriflokkastarfi sínu og þjálfarar liðsins verið óhræddir við að spila þeim gegn bestu liðum landsins. Það er klárt að liðið mun halda áfram því flotta starfi að treysta uppöldum leikmönnum fyrir því að bera liðið uppi.


4. flokkur KA/Þórs Deildarmeistari í 2. deild 2018
Aftari röð: Þorvaldur Þorvaldsson þjálfari, Dórótea Hulda Hansdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Marselía Ída Vídalín, Hildur Lilja Jónsdóttir, Júlía Björnsdóttir og Agnes Vala Tryggvadóttir
Fremri röð: Sunna Dís Sigvaldadóttir, Sunna Katrín Hreinsdóttir, Margrét Mist Sigursteinsdóttir og Jóhanna Gunnarsdóttir


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is