Flýtilyklar
Handboltaleikjaskólinn áfram í fríi
Handboltaleikjaskóli KA verður ekki á morgun, sunnudaginn 25. október, vegna Covid stöðunnar. Stefnt er hinsvegar á að vera með tíma um næstu helgi og mun koma inn tilkynning þegar nær dregur.
Handboltaleikjaskólinn er nýtt framtak hjá Handknattleikdeild KA sem gefur krökkum fædd árin 2015-2017 tækifæri á að hreyfa sig og fá smjörþefinn af því að æfa handbolta en skólinn fer iðulega fram kl. 10:00 í Naustaskóla á sunnudögum.
Aðalþjálfarar eru þeir Heimir Örn Árnason, Andri Snær Stefánsson og Stefán Guðnason en allir eru þeir þaulreyndir þjálfarar sem hafa verið í þjálfun í 15-20 ár. Einnig munu eldri iðkendur í KA og KA/Þór aðstoða við æfingar. Æfingarnar eru byggðar upp þannig að hver og einn fái sín verkefni bæði í leikjum og með bolta. Munum við bjóða upp á allskyns uppbrot meðal annars með pizzuæfingu, jólaæfingu, foreldraæfingu og margt fleira.
Við hvetjum ykkur eindregið til að prófa nýta ykkur þetta frábæra framtak handknattleiksdeilda en klippikort sem gefur 10 skipti kostar aðeins 12.000 krónur. Hlökkum til að sjá ykkur og höfum gleðina með okkur, áfram KA!