Flýtilyklar
08.01.2020
Lemon styrkir handboltann næstu 2 árin
Lemon Akureyri og Handknattleiksdeild KA skrifuðu í dag undir tveggja ára samstarfssamning. Það er ljóst að þessi samningur mun skipta miklu máli í starfi deildarinnar og erum við afar spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Lemon
Lesa meira
05.01.2020
8 frá KA og KA/Þór í Hæfileikamótun HSÍ
Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fer fram öðru sinni helgina 11.-12. janúar en þar æfa strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Dögg Bragadóttur en þar fá leikmenn smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni
Lesa meira
03.01.2020
Fríar tækniæfingar hjá handboltanum
Rétt eins og undanfarin ár verður unglingaráð KA í handbolta með sérhæfðar tækniæfingar í boði fyrir metnaðarfulla iðkendur sína. Áhersla er lögð á einstaklingsfærni svo sem skottækni, gabbhreyfingar og sendingartækni. Þetta er fjórða árið sem þessar æfingar eru í boði og hefur verið mikil ánægja með þessa viðbót í starfið
Lesa meira
29.12.2019
Arnór Ísak í 2. sæti á Sparkassen Cup
Arnór Ísak Haddsson lék með U-18 ára landsliði Íslands í handbolta sem tók þátt í Sparkassen Cup í Þýskalandi. Mótið hófst föstudaginn 27. desember og lauk í dag með undanúrslitum og leikjum um sæti. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og komust alla leiðina í úrslitaleikinn þar sem þeir mættu Þjóðverjum
Lesa meira
28.12.2019
Alfreð Gíslason í Heiðurshöll ÍSÍ
Alfreð Gíslason var í kvöld á hófi Íþróttamanns ársins útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Alfreð er nítjándi einstaklingurinn sem ÍSÍ útnefnir í höllina. Alfreð lék 190 leiki fyrir íslenska landsliðið í handbolta og skoraði í þeim 542 mörk
Lesa meira
27.12.2019
Skemmtilegur árgangabolti hjá handboltanum
Á öðrum degi jóla rifjuðu fyrrum handboltaleikmenn úr KA upp takta sína en þessi skemmtilega hefð hefur haldist undanfarin ár. Engin breyting var á því í ár og eru stelpurnar einnig komnar í gang en þær héldu sinn jólabolta í þriðja skiptið í röð
Lesa meira
26.12.2019
Tilnefningar til íþróttamanns KA 2019
Átta framúrskarandi einstaklingar hafa verið tilnefndir sem íþróttamaður KA fyrir árið 2019. Deildir félagsins útnefna bæði karl og konu úr sínum röðum til verðlaunanna. Á síðasta ári var Filip Pawel Szewczyk valinn íþróttamaður KA en hann fór fyrir karlaliði KA í blaki sem vann alla titla sem í boðu voru
Lesa meira
26.12.2019
Tilnefningar til Böggubikarsins 2019
Átta ungir iðkendur hafa verið tilnefndir til Böggubikarsins fyrir árið 2019. Böggubikarinn er farandbikar sem veittur er einstaklingum, pilti og stúlku, á aldrinum 16-19 ára og þykja efnileg í sinni grein en ekki síður mjög sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum og eru bæði jákvæð og hvetjandi
Lesa meira
24.12.2019
KA óskar ykkur gleðilegra jóla
Knattspyrnufélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á sama tíma viljum við þakka fyrir ómetanlegan stuðning á árinu sem nú er að líða auk allrar þeirrar sjálfboðavinnu sem félagsmenn unnu fyrir félagið
Lesa meira
23.12.2019
Rakel Sara tók þátt í Respect Your Talent
Rakel Sara Elvarsdóttir leikmaður KA/Þórs tók þátt í Respect Your Talent Camp á vegum Evrópska Handknattleikssambandsins dagana 14.-16. desember. Þarna komu saman nokkrar af efnilegustu handboltastúlkum Evrópu. Rakel Sara var önnur af tveimur frá Íslandi en Ásdís Þóra Ágústsdóttir úr Val var einnig í hópnum
Lesa meira