Tvö skemmtileg stemningsmyndbönd í handboltanum

Það hefur heldur betur verið líf og fjör í kringum karlalið KA í handbolta eftir að strákarnir fóru aftur að leika undir merkjum KA veturinn 2017-2018. Egill Bjarni Friðjónsson býður hér upp á tvö skemmtileg myndbönd sem sýna frá tveimur mikilvægum sigrum liðsins
Lesa meira

Tvíhöfði í KA-Heimilinu - fyllum húsið!

Kæra KA-fólk! Eins og fram hefur komið hefur HSÍ aflýst öllu frekara mótahaldi á þessu tímabili. Þetta hefur sínar afleiðingar fyrir KA eins og önnur félög. Meðal annars verður ekkert af fyrirhuguðu yngriflokkamóti sem hefur skilað handknattleiksdeildinni drjúgum tekjum auk þess sem ekkert verður af þeim heimaleikjum sem KA og KA/Þór áttu eftir að spila
Lesa meira

Tímabilið blásið af í handboltanum

Handknattleikssamband Íslands hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa öllu mótahaldi á vegum sambandsins þetta tímabilið. Það verður því engin úrslitakeppni og lokastaðan í deildarkeppnunum verður eins og hún er núna
Lesa meira

Svavar Ingi framlengir um tvö ár

Svavar Ingi Sigmundsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild KA um tvö ár. Þessi ungi og öflugi markvörður verður því áfram í okkar herbúðum í baráttunni í Olís deildinni og er gríðarleg ánægja með þessa niðurstöðu en Svavar verður tvítugur síðar á árinu
Lesa meira

Myndaveislur frá einvígi KA og Hauka 2001

KA og Haukar mættust í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta veturinn 2000-2001. KA hafði orðið Deildarmeistari fyrr um veturinn og hafði því heimaleikjarétt í einvíginu og fór fyrsti leikur liðanna fram í KA-Heimilinu 26. apríl 2001
Lesa meira

Tönnin í nefinu á Jonna í 10 mánuði

Jónatan Magnússon lenti í hörðum árekstri við Þorvarð Tjörva Ólafsson er KA og Haukar mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta árið 2001. Tjörvi skall með andlitið framan á andlit Jonna og féllu þeir báðir við. Það fossblæddi úr Jonna og voru meiðsli hans mjög alvarleg
Lesa meira

Ógleymanlegi fyrsti bikarsigur KA liðsins

KA hampaði sínum fyrsta stóra titli í handboltanum þegar liðið varð Bikarmeistari árið 1995 eftir ótrúlega maraþonviðureign gegn Íslandsmeisturum Vals sem var tvíframlengdur og hefur oft verið nefndur sem besti úrslitaleikurinn í sögu íslensks handbolta
Lesa meira

KA Deildarmeistari eftir ótrúlega lokaumferð

KA varð Deildarmeistari í handbolta öðru sinni veturinn 1997-1998 og má með sanni segja að aldrei hafi verið jafn mikil spenna í toppbaráttunni eins og þann vetur. Þegar upp var staðið voru fjögur lið efst í deildinni með 30 stig en KA var með bestu markatöluna og stóð því uppi sem Deildarmeistari
Lesa meira

Háspennuleikur KA og Aftureldingar árið 2001

Deildarmeistarar KA og Afturelding mættust í oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta þann 21. apríl árið 2001. Úr varð einhver mest spennandi leikur í sögu KA-Heimilisins sem varð tvíframlengdur og fór á endanum í bráðabana
Lesa meira

Starf sjálfboðaliða KA er ómetanlegt

Starf íþróttafélaga er að miklu leiti háð starfi sjálfboðaliða og erum við í KA gríðarlega þakklát þeim fjölmörgu félagsmönnum sem koma að því að láta okkar mikla starf í öllum deildum ganga upp
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is