Tvö skemmtileg stemningsmyndbönd í handboltanum

Handbolti
Tvö skemmtileg stemningsmyndbönd í handboltanum
Frábær sigur í Höllinni! (mynd: Þórir Tryggva)

Það hefur heldur betur verið líf og fjör í kringum karlalið KA í handbolta eftir að strákarnir fóru aftur að leika undir merkjum KA veturinn 2017-2018. Egill Bjarni Friðjónsson býður hér upp á tvö skemmtileg myndbönd sem sýna frá tveimur mikilvægum sigrum liðsins.

Fyrst förum við yfir leikinn sem tryggði liðinu sæti í Olísdeildinni en KA vann HK í umspili um laust sæti í deildinni. Vinna þurfti þrjá leiki til að gera út um einvígið og KA-liðið gerði sér lítið fyrir og kláraði dæmið í þremur leikjum. Síðasti leikurinn fór fram í KA-Heimilinu í mikilli stemningu sem er hægt að upplifa aftur hér.

Veturinn á eftir festi liðið sig í sessi í deild þeirra bestu en einn af lykilleikjunum í þeim slag var nágrannaslagur í Íþróttahöllinni fyrir jólin 2018. Stuðningsmenn KA fjölmenntu í gulu í Höllina og sáu til þess að jólin urðu gul og blá á Akureyri. Leikurinn var skólabókardæmi um fjögurra stiga leik en KA liðið hélt sæti sínu í deildinni en Akureyri féll niður um deild.

Við kunnum Agli bestu þakkir fyrir þessi skemmtilegu myndbönd og minnum í leiðinni á tvíhöfðann sem handknattleiksdeild KA stendur nú fyrir en róðurinn sem er framundan er þungur og við leitast deildin því nú eftir stuðning ykkar í tvíhöfða þar sem KA og KA/Þór eru bæði að spila frábæra sýndarleiki!

Styrkurinn felst í að millifæra 1.500 fyrir annan leikinn eða 3.000 á báða leikina - en auðvitað er tekið við öllum upphæðum! Við erum gríðarlega þakklát stuðningsfólki okkar sem hefur sýnt liðunum okkar mikinn skilning og hlökkum til að fá ykkur öll aftur á leiki í KA-Heimilinu áður en langt um líður. Áfram KA og KA/Þór!

Millifærsluupplýsingar
Reikningsnúmer: 0162-26-11888
Kennitala: 571005-0180

Ef næg þátttaka næst í þetta verkefni okkar munum við rifja upp klassíska viðureign KA og Vals karlamegin og kvennamegin myndum við gera skemmtilegt verkefni um bikarævintýri KA/Þórs í vetur, það er því um að gera að taka þátt í þessu með okkur!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is