Flýtilyklar
Sumarmót KA í handbolta um helgina
KA og KA/Þór standa fyrir stórskemmtilegu handboltamóti á Akureyri um helgina fyrir 4. flokk karla og kvenna. Árlega fer iðulega mikill fjöldi ungra handboltamanna til Svíþjóðar á sumarmótið Partille Cup en það er því miður ekki í boði í sumar og brá handknattleiksdeildin því á það ráð að halda álíka sumarmót hér á Akureyri. Slíkt mótahald væri ekki hægt ef ekki væri fyrir frábæra styrktaraðila KA, sem og aðkomu Akureyrarbæjar sem styrkti mótahaldið hjá félaginu.
Alls keppa 14 kvennalið og 12 karlalið á mótinu og má heldur betur búast við miklu fjöri. Keppt er í KA-Heimilinu og Íþróttahöllinni auk þess sem allir keppendur fara í bíó og sund á meðan mótinu stendur.
Leikjaplan
Keppt er í tveimur deildum hjá báðum kynjum. Í báðum deildum karlamegin og í 2. deild kvennamegin leika 6 lið þar sem allir leika við alla. Hinsvegar í 1. deild kvenna er leikið í tveimur 4 liða riðlum. Eftir að riðlakeppnin er búin mætast efstu tvö liðin í hvorum riðli í undanúrslitum um sæti 1.-4. og sama fyrirkomulag er hjá neðri liðunum í baráttunni um sæti 5.-8.
Smelltu hér til að skoða leikjaplan mótsins
Við munum færa inn úrslit eins fljótt og hægt er og er hægt að skoða stöðuna í mótinu hér fyrir neðan:
Staðan í 1. og 2. deild karla
Staðan í 1. deild kvenna
Staðan í 2. deild kvenna
Matur
Innifaldar máltíðir eru fjórar talsins: kvöldmatur föstudag, hádegis- og kvöldmatur laugardag og hádegismatur sunnudag. Morgunverður er ekki innifalinn er góð aðstaða er á gistiheimilinum til þess að græja það. Eins er bakarí í miðbænum sem hægt er að versla við.
Maturinn er á veitingastaðnum Bryggjunni.
Kvöldmatur á föstudag er frá 19:00-21:00 – og er hópnum skipt upp í 70 stk í hálftíma holl hvert á föstudaginn vegna annarra viðskiptavina á Bryggjunni.
Föstudagurinn 26. júní
Kvöldmatur - frá klukkan 19:00-21:00
Matarmikil kjúklingasúpa með brauði, nachosi og rifnum osti (rjómi, blaðlaukur, paprika, kjúklingur, tómatar, karrý, hvítlaukur, laukur, krydd)
Laugardagurinn 27. júní
Hádegismatur - frá klukkan 11:30-13:00
Kjúklingapasta með hvítl. Brauði. (rjómi, sveppir, beikon, kjúklingur, brokkolí, hvítlaukur, krydd)
Kvöldmatur - frá klukkan 17:00-19:30
Lasagne með brauði og smjöri (nautakjöt, tómatar, hvítlaukur, pasta, laukur, ostur, krydd)
Sunnudagurinn 28. júní
Hádegismatur - frá klukkan 11:30-13:00
Pizzahlaðborð (sósa, ostur, pepperoni, skinka, ananas, hakk, laukur, sveppir beikon)
Bíó
Bíósýningin er í Borgarbíó Akureyri og hefst hún kl. 19:45 á laugardaginn. Minni fólk á að vera skipulagt með mat og bíó á laugardaginn, hvenær hentar best til þess að ná öllu.
Myndin sem er sýnd heitir My Spy. Hægt verður að kaupa tvennu (popp og gos/svala) á 500 kr í bíóinu og hvetjum við ykkur eindregið til að nýta ykkur það kostatilboð.
Sund
Frítt er í sund á laugardag og sunnudag fyrir keppendur í Akureyrarsundlaug. Framvísið keppnisarmbandinu til þess að fá aðgang.