Flýtilyklar
Sumaræfingar handboltans hefjast 2. júní
Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs og munu leikmenn meistaraflokka því aðstoða við æfingarnar og miðla af sinni þekkingu.
Í ár verður sú nýbreytni að við bjóðum fleiri árgöngum að vera með og eru æfingarnar aðgengilegar fyrir krakka fædd 2002-2011. Sumaræfingarnar hefjast þriðjudaginn 2. júní og standa til 26. júní. Allar æfingarnar verða í KA-Heimilinu. Skráningarfrestur er til föstudagsins 29. maí og fer skráning fram á ka.felog.is.
Athugið að fyrstu vikuna færast æfingar hjá 6. flokk kl. 13:15-14:15 yfir til kl. 14:15-15:15 vegna skólahalds.
Athugið einnig að fyrir yngstu iðkendurna, fædd 2010 og 2011, er æft á þriggja vikna tímabili sem hefst 8. júní og lýkur 26. júní.
Styrktaræfingar verða fyrir 3.-5. flokk og verða þær í umsjá Egils Ármanns Kristinssonar. Ef einhverjar spurningar eru varðandi sumaræfingarnar skal hafa samband við Jónatan yfirþjálfara í netfanginu jonni@ka.is.
Verðskrá sumaræfinganna:
7. flokkur - 5.000 kr. (8. júní - 26. júní)
6. flokkur - 9.000 kr. (2. júní - 26. júní)
5. flokkur - 13.500 kr. (2. júní - 26. júní)
3.-4. flokkur - 15.000 kr. (2. júní - 26. júní)