Flýtilyklar
Skemmtilegur árgangabolti hjá handboltanum
Á öðrum degi jóla rifjuðu fyrrum handboltaleikmenn úr KA upp takta sína en þessi skemmtilega hefð hefur haldist undanfarin ár. Engin breyting var á því í ár og eru stelpurnar einnig komnar í gang en þær héldu sinn jólabolta í þriðja skiptið í röð.
Hópurinn fer stækkandi hjá stelpunum
Standið á mönnum var auðvitað misjafnt en hugmyndin með boltanum er að sjálfsögðu aðallega að menn hittist og rifji upp gamla tíma þó keppnisskapið sé klárlega til staðar og barist til síðustu sekúndu.
Það er ótrúlega gaman að sjá hve sterk tengingin við KA er enn hjá fyrrum iðkendum og ljóst að strax er komin tilhlökkun fyrir boltanum á næsta ári!
Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari leit við er strákarnir léku listir sínar og er hægt að skoða myndir hans frá hasarnum með því að smella á myndina hér fyrir neðan.
Smelltu á myndina til að skoða myndir Egils Bjarna frá karlaboltanum