Flýtilyklar
Rut Jónsdóttir valin í A-landsliðið
04.06.2020
Handbolti
Í dag tilkynnti Arnar Pétursson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta 22 manna æfingahóp sem hefur undirbúning fyrir forkeppni HM. Landsliðið átti að spila gegn Tyrklandi í mars en þeim leikjum var frestað vegna Covid-19 ástandsins og næsta verkefni er því forkeppni HM.
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, nýjasti liðsmaður KA/Þórs, er að sjálfsögðu í hópnum en hún hefur verið fastamaður í landsliðinu og hefur alls leikið 94 landsleiki og gert í þeim 191 mark. Hún er næstreynslumesti leikmaður hópsins.
Við óskum landsliðinu góðs gengis í undirbúningnum fyrir forkeppni HM og bíðum svo spennt eftir því að fá Rut og Ólaf Gústafsson norður fyrir komandi vetur!