Flýtilyklar
Rakel Sara tók þátt í Respect Your Talent
Rakel Sara Elvarsdóttir leikmaður KA/Þórs tók þátt í Respect Your Talent Camp á vegum Evrópska Handknattleikssambandsins dagana 14.-16. desember. Þarna komu saman nokkrar af efnilegustu handboltastúlkum Evrópu. Rakel Sara var önnur af tveimur frá Íslandi en Ásdís Þóra Ágústsdóttir úr Val var einnig í hópnum.
Þetta átak hjá EHF á að stuðla að því að efla þróun ungra og efnilega handboltakvenna. Stelpurnar hlutu þátttökurétt í þessu flotta átaki EHF með því að vera valdar í úrvalslið Evrópumóts U17 í sumar.
Á námskeiðinu, sem fram fór í Vínarborg, fengu handboltastjörnur framtíðarinnar tækifæri til að kynnast íþróttinni á nýjan hátt þar sem bæði atvinnumenn til margra ára og sérfræðingar hver á sínu sviði héldu fyrirlestra og kynningar.
Meðal þess sem farið varið yfir var nám með atvinnumannaferli, viðtalstækni, samfélagsmiðlar, lyfjamál og íþróttalög. Auk þess gerði hópurinn margt annað til skemmtunar og fóru meðal annars í skoðunarferð um borgina.
Það er von okkar að þessi ferð nýtist stúlkunum sem best og að þær geti deilt reynslu sinni hér heima og óskum við þeim aftur til hamingju með þann mikla heiður að taka þátt í þessu flotta framtaki.