Rakel, Helga og Hildur léku í Fćreyjum

Handbolti
Rakel, Helga og Hildur léku í Fćreyjum
Hildur og Helga fagna góđum sigrum (mynd: HSÍ)

Rakel Sara Elvarsdóttir, Helga María Viđarsdóttir og Hildur Lilja Jónsdóttir voru í eldlínunni í Fćreyjum um helgina ţar sem U16 og U18 ára landsliđ Íslands í handbolta léku ćfingaleiki viđ Fćreysku jafnaldra sína. Bćđi liđ léku tvívegis og en leikiđ var á laugardegi og sunnudegi.

Rakel Sara og Helga María léku međ U18 ára landsliđinu sem vann báđa sína leiki en í fyrri leiknum spilađi liđiđ frábćrlega í fyrri hálfleik og og leiddi 17-8 ţegar flautađ var til hálfleiks. Úrslitin voru ţví ráđin og í raun ađeins spurning hve stór sigur íslenska liđsins yrđi en ađ lokum vannst 32-24 sigur. Rakel Sara gerđi 5 mörk í leiknum og Helga María eitt mark.

Liđin mćttust svo í mun jafnari leik í gćr en stelpurnar leiddu 12-9 í hálfleik. Fćreysku stelpurnar lögđu aldrei árar í bát í ţeim síđari ţó okkar stelpur leiddu allan tímann međ 2-4 mörkum og ţví reyndi á okkar liđ ađ klára dćmiđ á lokamínútunum. Ţađ tókst og 21-19 sigur í höfn ţar sem Rakel Sara skorađi eitt mark.

Ţjálfarar U18 landsliđsins eru ţau Magnús Stefánsson og Díana Guđjónsdóttir en Magnús ţekkjum viđ ađ sjálfsögđu ansi vel enda uppalinn í félaginu.

Hildur Lilja og liđsfélagar hennar í U16 léku sína fyrstu landsleiki og byrjuđu fyrri leikinn af krafti. Ţćr leiddu 14-9 ţegar flautađ var til hlés en heimastúlkur náđu ađ laga stöđuna og ţegar ţrjár mínútur lifđu leiks tókst ţeim ađ jafna metin og ađ lokum unnu ţćr óvćntan 23-24 sigur.

Í leik gćrdagsins var jafnt á nánast öllum tölum í fyrri hálfelik en íslensku stelpurnar skoruđu síđasta mark hálfleiksins og leiddi ţví 10-9 í hálfleik. Íslenska liđiđ byrjađi svo seinni hálfleikinn betur og náđi góđu taki á leiknum. Ađ lokum vannst sanngjarn 23-21 sigur og fyrsti landsliđssigur stelpnanna ţví kominn í hús.

Ágúst Jóhannsson og Árni Stefán Guđjónsson eru ţjálfarar U16 ára landsliđsins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is