Flýtilyklar
Arnór Ísak framlengir við KA
Arnór Ísak Haddsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Handknattleiksdeild KA og verður því áfram í eldlínunni komandi vetur. Arnór sem verður 18 ára á árinu er enn í þriðja flokki og skrifar því undir uppeldissamning við félagið sem getur aðeins gilt í eitt ár.
Arnór er gríðarlega metnaðarfullur leikstjórnandi og var í lykilhlutverki hjá ungmennaliði KA sem stóð fyrir sínu í Grill 66 deildinni í vetur. Frammistaða hans var það góð að hann vann sér inn sæti í liði meistaraflokks og var hann í leikmannahóp liðsins í 12 leikjum.
Það er ekki nokkur spurning að framtíðin er björt hjá þessum öfluga kappa sem er einnig fastamaður í yngrilandsliðum Íslands og verður gaman að fylgjast áfram með framgöngu Arnórs á komandi vetri.