Flýtilyklar
Engir áhorfendur á KA/Þór - Stjarnan
UPPFÆRT! ENGIR ÁHORFENDUR LEYFÐIR Í DAG VEGNA BREYTTRA AÐSTÆÐNA!
Vegna breyttra aðstæðna verða engir áhorfendur leyfðir á leik KA/Þórs og Stjörnunnar kl. 14:30 í KA-Heimilinu. Þeir sem keypt höfðu aðgöngumiða geta fengið endurgreitt til klukkan 13:30 í dag.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á KA-TV og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála. Förum varlega og tökum á þessu verkefni saman!
Upphaflega fréttin:
KA/Þór tekur á móti Stjörnunni í fyrsta heimaleik liðsins í Olís deild kvenna í handboltanum á morgun, laugardag. Liðunum er spáð álíku gengi í vetur og má búast við miklum baráttuleik í KA-Heimilinu klukkan 14:30.
Athugið að vegna Covid stöðunnar eru aðeins 50 miðar í boði fyrir 16 ára og eldri og opnar miðasala í KA-Heimilinu kl. 11:00 á morgun. Ársmiðahafar þurfa að mæta og tryggja sér miða og er ljóst að færri komast að en vilja.
En fyrir þá sem ekki komast á leikinn verður hann í beinni útsendingu á KA-TV, áfram KA/Þór!